6. nóvember 2010

Er þetta bókakápa ársins?

bidukollurRitarar þessarar síðu hafa nú orðið sér úti um þó nokkrar nýjar bækur og vonandi fyllumst við allar mikilli löngun til að tjá okkur um þær með tilheyrandi bloggfærsluflóði. Á meðan beðið er má skoða þessa mögnuðu kápu á bók Kleopötru Kristbjargar sem hefur hinn einkennilega titil Biðukollur út um allt. Það er eitthvað við þetta!

8 ummæli:

Eiríkur Örn Norðdahl sagði...

Eruð þið nú farnar að birta klám til þess að næla í fleiri lesendur? Ósvífnin!

Jæja. En þetta virkar. Ég verð áreiðanlega kominn aftur eftir svona fimm mínútur. Og svo aftur eftir aðrar fimm mínútur.

Eiríkur Örn Norðdahl sagði...

Jæja. Ég er kominn aftur. Flott mynd!

HarpaJ sagði...

Þetta er - tja - ég kemst eiginlega ekki framhjá muninum á lýsingunni á karlinum og konunni. Hann er lýstur með frekar dempuðu ljósi framan frá (sem glampar hæfilega í olíunni á sixpakkinu) en hún er með sólina í bakið. Annað eiginlega hverfur fyrir mér.

Eiríkur Örn Norðdahl sagði...

Það er bara vegna þess að hún stendur fyrir framan hann. Lýsingin á henni er fyrst og síðast endurkast af lýsingunni á sixpakkinu.

GH sagði...

ég hefði haft fyrir því að raka af mér líkamshárin fyrst þurfti að smyrja svona allrosalega ...

Hermann Stefánsson sagði...

Þetta er nú meira eineltið út um allt. Annars vantar baksíðuna. Þar eru fleiri biðukollur.

Sigga P. sagði...

Óþolandi að manninum hafi ekki verið sagt að rétta úr sér. Annars er þetta svaka lekkert.

HarpaJ sagði...

Auðvitað er þetta rétt hjá þér Eiríkur. Að ég skuli ekki hafa áttað mig á þessu. Daman er auvitað olíulýst. Það segir sig sjálft.
En annars er ég sammála Siggu, sixpakkarinn er svolítinn siginn í herðum. Kannski íþyngir olían honum svona.