13. desember 2011

Upplestur í boði Stínu

Annað kvöld, 14. desember, kl. 20 verður upplestrarkvöld til að fagna útkomu nýs heftis tímaritsins Stínu. Upplesturinn verður í Nýlistasafninu á Skúlagötu 28 í Reykjavík. Léttar veitingar verða í boði.

Fram koma: Guðbergur Bergsson, Kristín Ómarsdóttir, Hallgrímur Helgason, Kormákur Bragason, Kristín Eiríksdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir og Kári Tulinius verður kynnir.

Tímaritið Stína hefur komið út tvisvar á ári síðan 2006. Í ritstjórn eru Guðbergur Bergsson, Kristín Ómarsdóttir, Hallgrímur Helgason og Kormákur Bragason. Vefsíða Stínu er stinastina.is.

Engin ummæli: