Druslubókadömur ætluðu að bregða undir sig betri fætinum og fara á bar en þegar vangaveltur yfir góðum stað náðu hámarki komu barráðleggingar Grapevine til bjargar. Þær reyndust ekki einungis hjálplegar heldur líka bráðskemmtilegar og mælum við því hiklaust með þeim.
Hér má bæði finna upplýsingar um verð og stemningu sem og fáanlegt snarl og snakk á hverjum stað en mesta lukku vakti þó yfirlitið yfir fastagesti eða hinn almenna bargest hvers staðar. Við áttum fullt í fangi með að velja hvort við vildum heldur tylla okkur hjá „Seasoned alcoholics and middle aged sailors. 40+“ á Barónspöbb eða „ [d]rinking veterans mixed with pool players of all ages (including weathered hustlers)“ á bar 46 en síður vorum við spenntar yfir „ The typical Icelandic teen: egocentric, plainspoken, drunk“ á Ellefunni og alls ekki „ Weekend dads on their off weekends, drunks who wish they were writers and the not-so-bonny lasses who love them“ á Dubliners – en það eru náttúrulega bara okkar fordómar…
Leiðbeiningarnar lýsa líka stemningu og arkitektúr hvers staðar og þar var aftur erfitt að velja á milli Ellefunnar: „ Like the cantina in Star Wars, with worse music“ og Dubliners:„ Like the bar from ‘Pirates Of The Caribbean’, but without the fist fights and attractive people“. Við vorum hins vegar forvitnar þegar við lásum að Barónspöbb væri dekóreraður eins og austurísku alparnir! Við vorum líka spenntar fyrir bar 101: „Real Estate Agents, 25+, High Income, King of Sweden“ en það er sennilega ekki hægt að treysta því að konungurinn sé þarna á hverju kvöldi…nóg þarf Sylvia víst að þola samt!
Allt eru þetta góðar og mikilvægar upplýsingar sem hjálpuðu bjórþyrstum dömum að finna sinn stað í lífinu (þetta tiltekna kvöld) en þó er ótalið að yfirlitið varar líka við hvar og hvenær má búast við misgóðum trúbadorum… það voru jafnvel þær upplýsingar sem innsigluðu ákvörðunina (alla vega frá mínum bæjardyrum séð).
En nú hvet ég lesendur til að líta á listann og athuga hvaða staður hljómar eins og paradís á himnum – Skál!
2 ummæli:
Og hvert drusluðust dömurnar að lokum?
Dömurnar fóru á 101 hótel.
Skrifa ummæli