20. janúar 2012

Er bókaþjóðin varla stautfær?

Okkur barst fréttatilkynning um að á morgun, laugardaginn, 21. janúar, verði haldin ráðstefna í Norræna húsinu undir yfirskriftinni ALVARA MÁLSINS – Bókaþjóð í ólestri. Þar verður fjallað um ískyggilegar niðurstöður rannsókna sem sýna að ört stækkandi hópur ungs fólks getur ekki lesið sér til gagns, hvað þá gamans.

Sjálfsprottinn hópur rithöfunda stendur að undirbúningi ráðstefnunnar og það er von þeirra að hún marki upphaf að þjóðarátaki um eflingu lesturs og vitundarvakningu um læsi sem lífsgæði. Hópurinn skorar á stjórnvöld, stofnanir, fyrirtæki, skóla og heimili um allt land að leggja sitt af mörkum til að snúa þróuninni við – það dugar ekkert minna – velferð og menning bókmenntaþjóðar er í húfi!

Dagskrá:
Ljótikór syngur.
Ávarp – Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur.
Lestur er málið: Hrafnhildur Ragnarsdóttir, prófessor og forstöðumaður Rannsóknarstofu um þroska, mál og læsi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Læsi er skilningur: Daníel Andri Halldórsson, nemi í 10. bekk í Giljaskóla á Akureyri.
Svavar Knútur syngur og leikur.
kaffihlé
Lestrarhestamennska - heillandi fjölskyldusport: Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur og lektor við Háskólann á Akureyri.
Lestur er bæði yndisleg og uppbyggileg iðja: Guðmundur Engilbertsson, lektor kennaradeild og sérfræðingur á miðstöð skólaþróunar við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri.

Dagskráin hefst kl. 14:00 og lýkur um kl. 16:00.
Dagskrárstjóri er Eva María Jónsdóttir

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Menn uppskera eins og þeir sá. Þeir sem skora á stjórnvöld, stofnanir, fyrirtæki, skóla og heimili um allt land eru greinilega ekki með forgangsröðina á hreinu.