6. janúar 2012

Hlaðvarpastyrkur

Síðan á dögum Búsáhaldabyltingarinnar hefur verið skrifað um bókmenntir á þessa síðu og innleggin eru nú orðin 507 talsins. Í gær veittist okkur sá mikli heiður að taka þakklátar við styrk úr Menningarsjóði Hlaðvarpans. Þetta eykur okkur að sjálfsögðu metnað og gleði og því er hér með hvíslað að lesendum að ýmsar breytingar eru á döfinni hjá Druslubókum og doðröntum.

1 ummæli:

Harpa Jónsdóttir sagði...

Frábært, til hamingju! Vonandi er þetta fyrsti styrkurinn af mörgum.