Í sumar uppgötvaði ég hversu dásamlegt fyrirbæri hljóðbækur eru, en sá höfundur sem helst má þakka þessa uppgötvun mína er Stephen King. Bækurnar hans eru fullkomnar til hlustunar, líklega vegna þess að hann er svo góður sögumaður. Hann gleymir sér sjaldnast í stílþrifum, en skapar aftur á móti afar eftirminnilegar persónur og áhrifamiklar sögur. King er kannski þekktastur fyrir að hafa vera höfundur einhverra bestu hryllingssagna sem skrifaðar hafa verið, en ein besta bókin sem ég hef lesið (og hlustað á) eftir hann tilheyrir í raun ekki þeirri bókmenntagrein, þótt óhugnaðurinn sé oft skammt undan. Þessi bók heitir 11.22.63 og er vísindaskáldsaga sem kom út árið 2011.
11.22.63 fjallar um Jake Epping, enskukennara frá Maine, sem er beðinn um að taka að sér afar óvenjulegt verkefni: það að ferðast aftur í tíma og koma í veg fyrir morðið á John F. Kennedy. Það er hamborgarabúllueigandinn Al Templeton sem biður Jake vinsamlegast um taka þetta að sér, en hann lumar á tímagátt bakatil á veitingastaðnum sínum sem færir mann aftur til ársins 1958. Þá er í raun hægt að dvelja í fortíðinni mínútum, mánuðum eða jafnvel áratugum saman, en þegar maður snýr aftur – mögulega orðinn grár af elli – hafa aðeins tvær mínútur liðið í nútíðinni. Al hefur undirbúið þetta verk lengi og nákvæmlega (hann afhendir Jake mikinn bunka af upplýsingum um Lee Harvey Oswald), en er orðinn of gamall og lasinn til að vinna það sjálfur. Þar af leiðandi vill hann að Jake fari um gáttina fyrir sig, staldri við í fortíðinni í nokkur ár og breyti svo gangi sögunnar, mögulega á afdrifaríkan hátt. Þetta er eitt áhugaverðasta viðfangsefni sögunnar; hvaða áhrif hafa smávægileg afskipti, nú eða gríðarlega stórt inngrip eins og að koma í veg fyrir morð á forseta, á það sem gerist síðan?
Sýnir færslur með efnisorðinu vísindaskáldskapur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu vísindaskáldskapur. Sýna allar færslur
8. september 2013
15. júní 2012
Karlinn í tunglinu
Ég tók svolitla Le Guin-syrpu nýlega og las loksins The Dispossessed, bók sem ég hef verið á leiðinni að lesa árum saman. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, þetta er þrælgóð bók. Söguhetjan er eðlisfræðingurinn Shevek sem fæddur er og uppalinn á Anarres, sem er tungl plánetunnar Urras. Forsagan er sú að um einni og hálfri öld áður en sagan gerist fékk hópur uppreisnarmanna á Urras að nema land á Anarres og stofna þar anarkíska nýlendu. Þessi hópur byggir svo upp samfélag í hrjóstrugu umhverfi þar sem allir hafa nóg, en bara rétt svo. Í bókinni fáum við svo að fylgjast með lífshlaupi Sheveks á Anarres og heimsókn hans til Urras, sem er kannski ekki svo ósvipuð Jörðinni, þótt ljóst sé að um allt aðra reikistjörnu er að ræða. Nokkrir Jarðarbúar koma reyndar við sögu undir lok bókar og kemur þar fram að þeir eru komnir langt að.
20. apríl 2012
Heilinn sem skúrkur sögunnar
Heilinn minn á það til að staðsetja vísindaskáldskap innan bókmennta nokkurnveginn svipað og kántrí innan tónlistar: þótt ég viti að ýmislegt gott, jafnvel frábært, hafi verið samið innan beggja geira virðist svo mikið meira af öðru, slakara, eiga til að skyggja á hið góða. Ógrynni óbærilegheita á móti broti af betur heppnuðu -prinsippið á auðvitað við um fjölmörg önnur mannanna verk, svo sem eins og hálsbindi, skó eða ritvinnslufonta. Þetta með vísindaskáldskapinn kann reyndar að vera töluvert fordómaskotið viðhorf þar sem ég hef alls ekki lesið margar slíkar bækur og þær eru yfirleitt alfarið utan radarsins þegar ég leita mér að lesefni. Nýverið endurlas ég hinsvegar tvær af skáldsögum Kurts Vonnegut sem flokka má sem vísinda-, Cat's Cradle (1963) og Galápagos (1985).
20. mars 2012
Skáld, smá, ör og allt þar á milli
Kanadíski rithöfundurinn Margaret Atwood er í miklu uppáhaldi hjá mér. Aðdáunin er þó raunar ekki af taumlausa toganum því það er alltaf eitthvað í skrifum hennar sem skapar meiri fjarlægð en svo að ég geti alfarið gefið mig persónum eða texta á vald; einhver kaldur tónn sem lendir ekki alltaf réttu megin við línuna að mínu mati. En samt er Margaret Atwood svo firnagóður höfundur, svo beinskeytt þrátt fyrir stílsnilldina, svo flink að raða saman orðunum og afhjúpa smám saman einhvern kjarna sem er ýmist óþægilegur, sár, óvæntur eða furðulegur. Hún er beittur femínisti og skrifar þrívíðar persónur, bæði konur og karla. Annað sem gerir Atwood frábæra er það hversu fjölbreyttar bækur hennar og sögur eru, eins og allir vita sem hafa lesið meira en eina bók eftir hana. Hún hefur skrifað skáldsögur, ljóð, nóvellur og smásögur, handrit, söngtexta og pistla; stundum er hún á sviði vísindaskáldsögunnar, stundum raunsæis, stundum fantasíu, stundum eru skrif hennar meira í ætt við hugleiðingar eða einhvers konar flæði. Oft fléttast þetta einhvern veginn saman, t.d. er fantasíusaga inni í sögunni í The Blind Assasin (sem ein sögupersónan skrifar).
Ég hef aldrei lesið bók eftir Margaret Atwood sem mér hefur fundist slæm eða leiðinleg, en þær höfða mismikið til mín. Ég er minna fyrir vísindaskáldskapinn - sennilega leikur persónulegur smekkur þar stórt hlutverk, fremur en bækurnar sjálfar - en af skáldsögunum held ég gríðarlega mikið upp á The Blind Assassin og The Robber Bride. Sú fyrrnefnda er saga systranna Iris og Lauru Chase og gerist aðallega á fyrri hluta 20. aldar í Ontario; marglaga frásögn sem dregur smám saman fram í dagsljósið sannleikann um líf systranna tveggja. Frásagnarstíllinn er afskaplega sterkur og nákvæmur, þrátt fyrir að bókin sé hnausþykk; mig grunar að Atwood sé afar skipulagður höfundur enda nefndi hún það á masterclass sem hún hélt í ritlistarnáminu mínu í Glasgow að hún notaðist við tímaása og alls kyns skemu til að skipuleggja skáldsögurnar sínar. Skáldsögurnar hennar eru iðulega langar en samt einhvern veginn engu ofaukið. The Blind Assassin kallast meðal annars á við gotnesku skáldsöguna enda komst ég að því á hinu alvitra alneti að sambýlismaður Atwood, rithöfundurinn Graeme Gibson, bjó til merkimiðann Southern Ontario Gothic yfir skrif í þessum dúr og telur m.a. Alice Munro tilheyra þessari undirgrein kanadískra bókmennta, en um þá góðu skáldkonu hefur verið skrifað hér hjá Druslubókadömum. Svona merkimiðar eru oft dálítið handahófskenndir, en mér fannst þó athyglisvert að sjá staðfestingu þess að ég væri ekki bara að ímynda mér einhverja gotneska tengingu.
Mér finnast þó smásögur Atwood ekki síður skemmtilegar en skáldsögurnar.
![]() |
Falleg kápa |
Mér finnast þó smásögur Atwood ekki síður skemmtilegar en skáldsögurnar.
12. mars 2012
Staður og stund
Ég fór í miklum sparnaðargír á nýafstaðinn bókamarkað í Perlunni og keypti bara tvær bækur, báðar hræódýrar. Þá sem er til umfjöllunar hér fékk ég á 160 krónur. Hún heitir Amazon og er eftir Barböru G. Walker, gefin út í íslenskri þýðingu Eddu R.H. Waage hjá bókaútgáfunni Ísfólkinu 1993. Bókin er í svona sjoppukiljubandi en það var eitthvað við hana sem vakti forvitni mína þegar ég rak augun í hana. Kannski var það nafn höfundarins sem mér fannst hljóma kunnuglega. Þegar ég las aftan á hana virtist mér hún að minnsta kosti nógu áhugaverð til að fjárfesta í henni og lesa. Þegar heim var komið fór ég að grennslast betur fyrir um höfundinn og fékk grun minn staðfestan: Barbara G. Walker er þekkt nafn úr prjónabókaheiminum, ekki síst fyrir að hafa safnað sérstaklega hinum ýmsu mynstrum og gefið út á bókum. Þrátt fyrir prjónabókasafn mitt á ég ekkert af prjónabókunum hennar en bækurnar hennar ber oft á góma í þaraðlútandi kreðsum. Við þessa nánari athugun mína komst ég að því að Walker hefur ekki einskorðað sig við skrif um prjónaskap heldur hafa femínismi, gyðjutrú, umfjöllun um ýmiss konar mystík og gagnrýni á kristna trú verið henni hugleikin líka. Þótt hún hafi skrifað um gyðjutrú sem einhvers konar femíníska vitundarvakningu virðist hún þó ekki aðhyllast slíkt sjálf heldur hefur hún verið gallharður trúleysingi. Og hún hefur skrifað um hluti eins og alls konar steintegundir og symbólisma þeim tengdan en leggur í þeim skrifum (eftir því sem sagt er, ég hef ekki lesið þetta sjálf) áherslu á að í rauninni sé ekkert yfirnáttúrulegt við steina.
14. febrúar 2012
Sæborgarblogg
![]() |
Teikningin á kápunni er eftir Ingu Maríu Brynjarsdóttur. |
26. janúar 2012
Fantagóðar fantasíur
Ursula K. Le Guin
© Marian Wood Kolisch |
19. september 2011
Sister - glæpasögur og bókmenntaverk

Það getur verið ansi skemmtilegt þegar einhver kemur með bók til manns og segir manni að þessa bara verði maður að lesa. Stundum horfir maður í forundran á manneskjuna og bókina og skilur ekkert í því að viðkomandi hafi dottið í hug að maður væri týpan í að lesa svona bókmenntir – en svo gerist það líka að maður kannski les bókina og verður allsendis hissa á því hversu ágæt hún er. Eitthvað þessu líkt gerðist í sumar þegar samstarfskona mín kom askvaðandi með bók sem hún hafði lesið í sumarfríinu sínu (bókin bar þess þokkaleg merki að hafa verið lesin í sólbaði á grískri strönd) og sagði að þessa ætti ég að drífa mig í að lesa. Bókin húkti á hillunni minni í vinnunni í þónokkuð margar vikur og ég gjóaði á hana augunum öðru hvoru og hugsaði „jæja, ætti ég að setja hana ofaní tösku og taka með heim“ en ekkert varð úr því. Ég var svo á leið á nokkurra daga fund útá land fyrir skemmstu og uppgötvaði mér til skelfingar sem ég var að taka til dótið á skrifstofunni að ég hafði gleymt kvöldlesningu heima (en það er eitthvað sálrænt að þurfa alltaf að hafa með bækur í ferðalög, þó næsta víst sé miðað við prógrammið að lítill tími muni gefast til lesturs). Þar með var teningnum kastað, og sumarleyfisbókin fór ofaní tösku.
Bókin sem um ræðir er Bestseller frá 2010 og heitir Sister, gefin út af Piatkus sem er einhverskonar systurútgáfa Little, Brown. Þetta er fyrsta bók höfundarins, en hún heitir Rosamund Lupton og var handritshöfundur fyrir sjónvarp og bíómyndir áður en hún gerðist skáldsagnahöfundur. Hún stúderaði enskar bókmenntir í Cambridge, vann við textagerð og bókmenntagagnrýni auk þess að hafa unnið til verðlauna í keppni fyrir „nýja“ rithöfunda sem Carlton Television stóð fyrir. Ekki má gleyma því að hún býr í London ásamt eiginmanni, tveimur börnum og einum ketti.
Þessa bakgrunns gætir nokkuð í bókinni – Sister hefst á tveimur tilvitnunum: annarri úr Emmu eftir Jane Austen og hin er línur úr 5. sonnettu Shakespeare´s: „But flowers distill´d, though they with winter meet/Leese but their show, their substance still lives sweet.“ Báðar tilvitnanir eiga einkar vel við söguna, en þessi seinni er bara svo falleg að ég gat ekki stillt mig um að setja hana inn í heild sinni!
Einsog vera ber með bestseller er allskyns tilvitunum í hin ýmsustu átoritet dreift hér og hvað um kápuna og maður fær að lesa rúma blaðsíðu af hrósi áður en sagan sjálf sést. Á forsíðunni segir Jeffery Deaver (sem google segir mér að sé „international number one best selling author) að Sister eigi heima á þeim sjaldgæfa stað þar sem glæpasögur og bókmenntaverk verði eitt. Það er í sjálfu sér alveg rétt hjá honum – en mér finnst samt einsog ég hafi lesið mjög svipaðan frasa (væntanlega samt hafðan eftir einhverjum öðrum, um bók eftir Kate Atkinson, sem nota bene var mjög fín líka, en þó afar ólík þessari). Mér finnst takast vel til í þessari sögu að tengja saman góða sögu af sambandi systra og fjölskyldu þeirra, raunar bara alveg ágætu fjölskyldudrama (þó auðvitað hefði þurft að gera þeim þætti hærra undir höfði ef sagan hefði átt að falla í þann flokk), glæpasögu, einhverskonar vísindaskáldsögu ásamt smá slurk af pælingum um sjálfsuppgötvun og sambandsmál.
Það sem ég er kannski að reyna að segja er að mér finnst alveg óþarfi að vera að básúna eitthvað um að sagan sé bókmenntaverk þó hún sé líka einhverskonar „glæpasaga“. Mér, amk, finnst sú kategoría bara alls ekkert svo óvenjuleg – vil meina að þær glæpasögur sem eru almennilegar séu það afþví að þær eru vel skrifaðar og fjalla um efniviðinn útfrá áhugaverðu sjónarhorni. Sjálfri kom mér mest á óvart hversu vel henni tekst til við að gera áhugavert og læsilegt það sem ég myndi kalla „vísindaskáldsöguvinkilinn.“ En þar er jú einvörðungu mínum fordómum fyrir að fara, en ég hef alltaf talið mér trú um að mér þættu vísinda/tækniskáldsögur óheyrilega leiðinlegar og nefni máli mínu til stuðnings óbærilega leiðinlegar bækur einsog Neuromancer eftir William Gibson, sem mér hefði að sjálfsögðu aldrei dottið í hug að lesa nema afþví að ég neyddist til þess fyrir kúrs sem ég kenndi fyrir margt löngu.
En aftur að Sister. Ef þið hafið gaman af glæpasögum með fjölskylduívafi, konum sem uppgötva áður óþekktar víddir í eigin persónuleika, pælingum um samband systra o.s.frv. þá er Sister bókin fyrir ykkur.
7. september 2011
Bragðgóður Suður-afrískur pottréttur
Fyrir nokkrum mánuðum rakst ég á þessa grein. Hún vakti strax áhuga minn, því ég er hrifin af vísindaskáldskap og fantasíum, hef svolítið pælt í því afhverju það virðist vera bókmenntagrein þarsem karlar eru fyrirferðarmeiri og svo síðast en ekki síst vakti Suður-afrísk vísindaskáldsaga áhuga minn, því flestar vísindaskáldsögur sem ég hef lesið gerast annaðhvort í Bandaríkjunum eða í öðrum heimi.
Mér finnst Suður-Afríka líka afar áhugavert land, þó ég viti ekkert sérstaklega mikið um það. Eini Suður-afríski höfundurinn sem ég hef lesið eitthvað eftir er J. M. Coetzee og svo hef ég næstum því pervertískan áhuga á Suður-afrísku hljómsveitinni Die Antwoord.
Fréttin fjallar s.s. um að bókin Zoo City eftir Lauren Beukes hafi hlotið hin virtu Arthur C. Clarke verðlaun fyrir framúrskarandi vísindaskáldskap. Bókin gerist í Jóhannesarborg nútímans, nema stórkostleg stökkbreyting hefur orðið á mannkyninu, sem felst í því að þeir sem hafa framið glæp eða eru á einhvern hátt „syndugir“ eignast fylgju. Fylgjan er alvöru dýr sem manneskjan getur ekki skilið við sig upp frá því og í bókinni er ekki gefin nein skýring á því hversvegna þetta gerist. Ýmsar tilgátur eru þó nefndar, einsog sú að dýrin séu merki um reiði guðs, eða einfaldlega holdgervingar vondrar samvisku. Það er meðvitað spilað með textatengslin við fylgjurnar í seríunni um Gyllta áttavitann eftir Philip Pullmann með því að nefna „vísindagrein“ um fylgjurnar í bókinni þarsem bent er á líkindin.
Og þarsem glæpamenn neyðast nú til að bera glæpina bókstaflega með sér hvert sem þeir fara, þá er nær óhjákvæmilegt að þeir safnist saman í gettói. Beukes byggir gettóið í bókinni á alvöru hverfi í Jóhannesarborg og lagði sig víst í töluverða hættu við rannsóknarvinnuna. Sumir sem hafa fylgju eru samt heppnir og fá bara mús, fiðrildi eða annað dýr sem þeir geta stungið í vasann eða ofan í tösku og geta því stundað eðlilega vinnu þrátt fyrir glæpi sína. En þeir sem fá górillu eða nashyrning eiga þeirri lukku ekki að fagna og neyðast því oftar en ekki til að feta sig ennþá lengra á glæpabrautinni til að hafa ofan í sig og á.
Aðalpersóna bókarinnar heitir Zizi. Hún er fyrrverandi lífstílsblaðakona og dópisti og fylgjan hennar er letidýr. Hún hefur þurft að kveðja glamúrlífstílinn og fínu barina og býr núna í slömminu og á kærasta sem er ólöglegur flóttamaður með vafasama fortíð. Hún vinnur fyrir sér með því að skrifa svindlbréf á netinu og svo með því að finna týnda hluti. Hún hefur nefnilega einskonar náðargáfu á því sviði, en þeir sem eru „dýraðir“ eða „animalled“ einsog það er kallað í bókinni, fá oft einhverja yfirnáttúrulega krafta.
Þegar hún er svo beðin um að finna týnda unglingsstúlku sem er fræg poppstjarna segir hún fyrst nei, því hún vill ekki leita að týndum manneskjum og svo líst henni ekkert á aðstæður og fólkið sem biður hana að vinna fyrir sig. En vegna peningaleysis neyðist hún svo á endanum til þess að taka verkefnið að sér. Hún kemst fljótt að því að það hefði hún betur látið ógert, því rannsóknin leiðir hana djúpt í innstu og myrkustu kima Jóhannesarborgar.
Bókin er að mörgu leyti suðupottur, sem er kannski viðeigandi, og endurspeglar borgina og landið sjálft. Þar er t.d. blandað saman vísindaskáldskap, töfrum og forlagatrú, og sagan, sem er í grunninn nokkurs konar harðsoðinn einkaspæjarareyfari, fjallar m.a. um vandamál sem ólöglegir flóttamenn búa við, stéttaskiptingu, fordóma, yfirborðsmennsku, fátækt, vímuefni, glæpi og endurhæfingu.
Útkoman er ákaflega skemmtilegur og spennandi pottréttur, með allskonar brögðum sem ég hafði aldrei smakkað áður.
Ég mæli hiklaust með henni.
Og fyrst ég er á annað borð að tala um Suður-Afríku (og afþví ég get það) þá ætla ég að enda þetta á því að sýna ykkur myndband með Die Antwoord.
Verði ykkur að góðu!
Mér finnst Suður-Afríka líka afar áhugavert land, þó ég viti ekkert sérstaklega mikið um það. Eini Suður-afríski höfundurinn sem ég hef lesið eitthvað eftir er J. M. Coetzee og svo hef ég næstum því pervertískan áhuga á Suður-afrísku hljómsveitinni Die Antwoord.
Fréttin fjallar s.s. um að bókin Zoo City eftir Lauren Beukes hafi hlotið hin virtu Arthur C. Clarke verðlaun fyrir framúrskarandi vísindaskáldskap. Bókin gerist í Jóhannesarborg nútímans, nema stórkostleg stökkbreyting hefur orðið á mannkyninu, sem felst í því að þeir sem hafa framið glæp eða eru á einhvern hátt „syndugir“ eignast fylgju. Fylgjan er alvöru dýr sem manneskjan getur ekki skilið við sig upp frá því og í bókinni er ekki gefin nein skýring á því hversvegna þetta gerist. Ýmsar tilgátur eru þó nefndar, einsog sú að dýrin séu merki um reiði guðs, eða einfaldlega holdgervingar vondrar samvisku. Það er meðvitað spilað með textatengslin við fylgjurnar í seríunni um Gyllta áttavitann eftir Philip Pullmann með því að nefna „vísindagrein“ um fylgjurnar í bókinni þarsem bent er á líkindin.
Og þarsem glæpamenn neyðast nú til að bera glæpina bókstaflega með sér hvert sem þeir fara, þá er nær óhjákvæmilegt að þeir safnist saman í gettói. Beukes byggir gettóið í bókinni á alvöru hverfi í Jóhannesarborg og lagði sig víst í töluverða hættu við rannsóknarvinnuna. Sumir sem hafa fylgju eru samt heppnir og fá bara mús, fiðrildi eða annað dýr sem þeir geta stungið í vasann eða ofan í tösku og geta því stundað eðlilega vinnu þrátt fyrir glæpi sína. En þeir sem fá górillu eða nashyrning eiga þeirri lukku ekki að fagna og neyðast því oftar en ekki til að feta sig ennþá lengra á glæpabrautinni til að hafa ofan í sig og á.
![]() | ||
Þetta er upprunalega kápan. Hún fékk einhver megafín hönnunarverðlaun. |
![]() |
Þetta er kápan sem var notuð í Bandaríkjunum. (Afhverju þurfa þeir alltaf að vera öðruvísi?) |
Aðalpersóna bókarinnar heitir Zizi. Hún er fyrrverandi lífstílsblaðakona og dópisti og fylgjan hennar er letidýr. Hún hefur þurft að kveðja glamúrlífstílinn og fínu barina og býr núna í slömminu og á kærasta sem er ólöglegur flóttamaður með vafasama fortíð. Hún vinnur fyrir sér með því að skrifa svindlbréf á netinu og svo með því að finna týnda hluti. Hún hefur nefnilega einskonar náðargáfu á því sviði, en þeir sem eru „dýraðir“ eða „animalled“ einsog það er kallað í bókinni, fá oft einhverja yfirnáttúrulega krafta.
Þegar hún er svo beðin um að finna týnda unglingsstúlku sem er fræg poppstjarna segir hún fyrst nei, því hún vill ekki leita að týndum manneskjum og svo líst henni ekkert á aðstæður og fólkið sem biður hana að vinna fyrir sig. En vegna peningaleysis neyðist hún svo á endanum til þess að taka verkefnið að sér. Hún kemst fljótt að því að það hefði hún betur látið ógert, því rannsóknin leiðir hana djúpt í innstu og myrkustu kima Jóhannesarborgar.
Bókin er að mörgu leyti suðupottur, sem er kannski viðeigandi, og endurspeglar borgina og landið sjálft. Þar er t.d. blandað saman vísindaskáldskap, töfrum og forlagatrú, og sagan, sem er í grunninn nokkurs konar harðsoðinn einkaspæjarareyfari, fjallar m.a. um vandamál sem ólöglegir flóttamenn búa við, stéttaskiptingu, fordóma, yfirborðsmennsku, fátækt, vímuefni, glæpi og endurhæfingu.
Útkoman er ákaflega skemmtilegur og spennandi pottréttur, með allskonar brögðum sem ég hafði aldrei smakkað áður.
Ég mæli hiklaust með henni.
Og fyrst ég er á annað borð að tala um Suður-Afríku (og afþví ég get það) þá ætla ég að enda þetta á því að sýna ykkur myndband með Die Antwoord.
Verði ykkur að góðu!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)