Falleg kápa |
Mér finnast þó smásögur Atwood ekki síður skemmtilegar en skáldsögurnar.
Þær smásögur sem ég hef lesið eftir hana eru í versta falli fínar og margar virkilega góðar. Ég á tvö afar ólík smásagnasöfn eftir hana sem bæði komu út árið 2006, eða kannski er það ekki alveg rétta skilgreiningin þar sem bókin The Tent er ekki beinlínis smásagnasafn heldur safn stuttra og mjög stuttra prósatexta. Ef það er eitthvað sem tengir saman textana eru það sennilega einhvers konar mýtólógíupælingar. Atwood myndskreytir bókina sjálf og hún er afskaplega falleg og eiguleg, lítil og fer vel í tösku jafnt sem hillu.
Hitt safnið er Moral Disorder og tja, er ekki tilvalið að grípa til hugtaksins sagnasveigur í þessu samhengi? Sögurnar í Moral Disorder eru nefnilega ellefu talsins og flestar ef ekki allar samhangandi (níu eru augljóslega tengdar og hinar tvær er hægt að fella inn í sama rammann). Bókin hefst á dystópískri sögu sem nefnist The Bad News; þar eru kynnt til sögunnar aðalpersónan Nell og eiginmaðurinn Tig sem síðan fylgja okkur nánast alla bókina. Sagan er sögð í fyrstu persónu en síðar er skipt yfir í þriðju persónu. Það er sterkur eftirsjártónn í bókinni; leiðir sem persónurnar velja þrengja að þeim og undirtónninn er stöðug löngun í eitthvað annað.
Eftirlætissagan mín heitir The Other Place og lýsir því svo fullkomlega að vera ungur og óbundinn í leit að einhverju sem maður veit ekki hvað er, veit ekki hvar er, veit ekki hvernig maður á að finna. Nell segir: "For a long time I wandered aimlessly. It felt like a long time. It didn't feel aimless, however, or not in any carefree way: I was being driven by necessity, by fate, like the characters in the more melodramatic novels I'd read in high school who would rush out into thunderstorms and lurk around on moors. Like them I had to keep moving. I couldn't help it." (87) Nell er einhleyp ung kona á tímum sem gera ekki ráð fyrir valfrelsi kvenna og hún óttast að daga uppi einhvers staðar: "I would welcome each new dislocation ... but soon enough I'd begin to imagine what I'd become if I stayed in that place forever. Here, a stringy-haired intellectual, past-faced, humourless and morbid; there, a self-satisfied matron, shut up in a cage of a house that would not be recognized as a cage until it was too late." (88) Hún er dauðhrædd við að velja, velja vitlaust, finna ekki rétta slóðann, rétta stíginn: "But what if I missed a turn somewhere - missed my own future? That would be frighteningly easy to do. I'd make one hesitation or one departure too many and then I'd have run out of choices; I'd be standing all alone, like the cheese in the children's song about the farmer taking a wife. Hi-ho, the derry-o, the cheese stands alone, they used to sing about the cheese, and everyone would clap hands over its head and make fun of it." (90) Nell vill ekki það dæmigerða líf sem konum af hennar kynslóð er ætlað, en hún er líka hrædd við að aðrar leiðir liggi aðeins út í tómið. Saga sem nístir mann inn í kviku og veitir takmarkaða lausn í lokin.
Næsta Atwood-bók hjá mér verður svo Alias Grace, sem ég hef merkilegt nokk ekki enn lesið þótt hún sé meðal þekktustu bóka höfundarins.
6 ummæli:
Ég las The Handmaid's Tale seint á síðasta ári og var í kjölfarið sannfærður um að Atwood væri besti rithöfundur í heimi og það hefði bara gleymst að láta mig vita. Þarf að lesa meira.
Ykkur finnst etv merkilegt að ég sagði henni á Twitter hvað bókin var góð, og hún svaraði!
Þarf klárlega að tékka á smásögum hennar.
Oh, mér fannst Moral Disorder æðisleg. Og The Penelopiad. Ég verð að fara að lesa meira eftir Atwood.
Gaman að lesa um Atwood! þarf greinilega að drífa mig í að lesa "nýrri" bækurnar hennar. Fannst fyrsta bókin "Edible Woman" frábær á sínum tíma, og eins "Cat´s Eye".
Skemmtilegt, Jóhann! Ég hef einmitt heyrt að Atwood sé mikil Twitter-kona enda virðist hún hafa gaman af flestu sem hefur með orð að gera.
Nokkuð til í því að það er smá köld fjarlægð á persónurnar svo maður elskar þær ekki jafn mikið og margar aðrar persónur. En ég verð að spyrja þig Salka hvort þú hafir lesið Oryx and Crake og After the Flood, þótt ég sé pottþétt búin að spyrja þig.
Þær eru "vísindaskáldsköpur," en eitt það krítikasta og andkapítalískast sem ég hef fundið í skáldsögum.
Oryx and Crake og After the flood eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Mæli með þeim.
Lana
Skrifa ummæli