26. ágúst 2011

Bókahillur draumórakvenna?




Einhver hönnuður hjá fyrirtæki úti í heimi sem heitir Dripta Design Studio lét sér detta í hug að gera svona hillur sem eru eins og ský eða hugsanablöðrur. Ef ég ætti svona þá hefði ég þær fyrir ofan rúmið mitt.

9 ummæli:

Erna Erlingsdóttir sagði...

Ég fyllist áhyggjum yfir því hvernig stafrófsröð verði viðkomið í svona hillum.

Þórdís Gísladóttir sagði...

Það er kannski það besta við þetta að maður þarf ekki að pæla í svoleiðis pedantaveseni.

beggi dot com sagði...

Fremur svalt

Maríanna Clara sagði...

Ég er með Ernu - sé ekki hvernig Dewey passar inn í þetta format...

Dúnja sagði...

Ég held að þetta sé ekki hugsað fyrir fólk sem á mjög mikið af bókum...

Þórdís Gísladóttir sagði...

Þetta er meira fyrir bækurnar sem maður er að lesa þá stundina. Þess vegna datt mér í hug að þetta væri sniðugt fyrir ofan rúmið.

Erna Erlingsdóttir sagði...

Það er afspyrnuvond hugmynd að hafa bókahillur fyrir ofan rúm á jarðskjálftasvæði!

(Mér finnst þetta samt ansi skemmtilegar hillur. Bara ekki sérlega praktískar.)

Þórdís Gísladóttir sagði...

Ég festi bækurnar með kennaratyggjói!

Nafnlaus sagði...

Ég er með leirtauið og kristalinn fyrir ofan rúmið mitt. Maður LIFIR ekki nema á brúninni.

-Kristín Svava