Þá er það þriðja druslubókadaman sem sest yfir bók úr íslenska barna- og/eða unglingabókaflokknum Rökkurhæðir, en hér má sjá umfjöllun Hildar um fyrstu bókina, Rústirnar, og svo las Guðrún Elsa bók númer tvö sem nefnist Óttulundur. Það er óþarfi að tyggja upp það sem þegar hefur verið sagt um bókaflokkinn, en í hnotskurn eru hér á ferðinni spennudulúðarhryllingssögur fyrir stálpuð börn og unglinga - talsvert óhugnanlegar en þó ekki ógeðslegar eða ofbeldisfullar - sem gerast í úthverfinu Rökkurhæðum og fjalla um ýmsa krakka úr hverfinu og þá dularfullu atburði sem þau lenda í. Sögurnar eru þannig samhangandi en sjálfsstæðar, það þarf ekki að hafa lesið það sem á undan er komið til að geta sett sig inn í hverja bók heldur hafa höfundarnir búið til sagnaheim sem er hægt að skrifa inn í alls kyns atburði.
Þetta er sniðugt sett-öpp hjá þeim Birgittu Elínu Hassell og Mörtu Hlín Magnadóttur sem eru báðar skrifaðar fyrir þriðju bókinni er nefnist Kristófer. Sagnaheimurinn er spennandi og býður upp á marga möguleika. Mér þótti gaman að sjá kortið af hverfinu fremst í bókinni - það er eitthvað heillandi við þannig "ítarefni" og ég hefði svo sannarlega laðast að því sem krakki. Þótt nöfn á fólki og stöðum séu íslensk (Sigmar Snær, Sunnuvík, Berglind o.s.frv.) þá er umhverfið það í rauninni ekki og ég hélt lengi vel að sagnaheiminum væri ætlað að vera einhvers konar staðleysa, þar til minnst var á 17. júní-hátíðahöld. Það stakk dálítið í augun, kannski væri skemmtilegra að leyfa þessum óíslenska heimi að vera bara óstaðsettur? Hann er svo skemmtilega undarlegur hvort eð er, og það gæti auðveldað höfundunum að komast upp með ýmislegt sem lesendur færu annars að setja spurningarmerki við.
31. júlí 2012
30. júlí 2012
Tímarit fyrir verðandi rithöfunda
Eftir að ég flutti til Svíþjóðar hef ég oft dáðst að tímaritaúrvalinu hér, bæði fjöldanum af sænskum tímaritum og fjölbreytninni í þeim innfluttu. Í stórmarkaðnum mínum, hér í hinum prúða háskólabæ Uppsölum, fást til dæmis að jafnaði níu tímarit um tattú. Á lestarstöðinni í Stokkhólmi, sem er töluvert meira töff borg en Uppsalir er úrvalið í þessum flokki enn betra, mig minnir að ég hafi talið tólf stykki þar. Fyrir einhverjum árum hefði ég ekki einu sinni trúað því ef einhver hefði sagt mér að til væri eitt heilt tímarit bara um tattú, hvað þá á annan tug. En sem sagt, tímaritaúrvalið er gott og um daginn sá ég að það var komið nýtt tímarit á markðinn, tímaritið Skriva, fyrir fólk sem dreymir um að skrifa og vera lesið. Þótt ég sé sjálf (blessunarlega) laus við hvers kyns höfundardrauma var forvitni mín vakin og ég ákvað að kaupa eitt eintak.
Málpípa nýlenduherranna
Í Júllabúð í Hrísey er skiptibókahilla. Í hana má setja bækur sem maður vill losna við og taka jafnmargar í staðinn. Ég kom þangað fyrir hálfum mánuði eða svo og þá kenndi þar ýmissa grasa. Þar voru meðal annars bækur eftir Jennu og Hreiðar, James Patterson, Mikhail Bulgakov, Milan Kundera, Khaled Hosseini, Guðmund Andra Thorsson, Doris Lessing, Stieg Larsson, Charles Dickens, Jackie Collins, feðgana Ólaf Jóhann, Ken Follett, Johann Goethe, Franz Kafka, Einar Má Guðmundsson, P.D. James, Knut Hamsun, Desmond Bagley, Einar Kárason, Dan Brown og Mary Higgins Clark. Einnig var þarna bókin Hlauptu drengur hlauptu, sem ég man til að var mikið auglýst á tímabili þegar ég var barn, að minnsta kosti ein bók um Möttu Maju og ferðabók um Ísland. Og svo voru nokkrar forláta ástarsögukiljur, til dæmis Þríburar kúrekans.
22. júlí 2012
Af krísu miðaldra karlmanns
Einhverntíman síðastliðinn vetur fann ég skáldsöguna Therapy eftir David Lodge í Góða hirðinum. Ég keypti hana að sjálfsögðu og setti í einhvern hinna fjölmörgu bunka af ólesnum bókum sem eru um allt heima hjá mér. Ég hef nefnilega lengi ætlað mér að lesa meira eftir David Lodge, svosem ekki af neinni sérstakri ástæðu annarri en þeirri að mér finnst hugmyndin um „campus novel genre“ frekar skemmtileg, og einhverntíman fyrir langa löngu las ég Nice Work og fannst hún alveg ágæt lesning þó að það nagaði mig að mér ætti að finnast hún ferlega asnaleg og leiðinleg. Sem hún náttúrlega er – altsvo asnaleg. Therapy er ekki alveg ólík, hún er alveg ágætlega læsileg og stundum bara alveg fín, en það er samt eitthvað svona asnalegt við hana. Þær eru karlrembulegar á einhvern furðulegan hátt þessar bækur, á svona einhvern intellektúal háskólaprófessora bóhemískan hátt sem ég get eiginlega ekki, eða nenni varla, að skilgreina frekar.
Therapy fjallar um rithöfundinn Laurence „Tubby“ Passmore. Hann er handritshöfundur að vinsælum sjónvarpsþætti "The People Next Door" sem virðist eiga að vera svona einhverskonar "Eastenders" þáttur.
Therapy fjallar um rithöfundinn Laurence „Tubby“ Passmore. Hann er handritshöfundur að vinsælum sjónvarpsþætti "The People Next Door" sem virðist eiga að vera svona einhverskonar "Eastenders" þáttur.
21. júlí 2012
Sorgarár Joan Didion
Joan Didion fyrir skömmu |
Joan Didion er fædd 1934 í Kaliforníu og var blaðakona við tímaritið Vogue áður en hún varð þekktur höfundur bóka (fyrsta skáldsagan, Run River kom út 1963), esseia og kvikmyndahandrita sem hún skrifaði ásamt manninum sínum John Gregory Dunne. Nefna má A Star is Born sem Barbara Streisand lék aðalhlutverkið í og Panic in Needle Park sem gerði Al Pacino fyrst frægan árið 1971 (þar lék hann heróínista og skv. Mogganum var myndin niðurdrepandi en ég hef ekki séð hana). Ég hef sem fyrr segir ekki lesið neitt eftir Joan Didion nema The Year of Magical Thinking en greinar sem ég hef rennt yfir segja bækur hennar oft fjalla um konur á krossgötum og verkin lýsa sársauka, leiðindum og niðurbroti. Didion sjálf segist skrifa undir áhrifum frá m.a. Hemingway en henni er líka líkt við t.d. Hunter S. Thompson og Marguerite Duras og í New York Times stóð að Bret Easton Ellis dái hana mikið og hafi reynt að stæla hana.*
19. júlí 2012
Er oss var mest alvara
Það var að undirlagi Guðrúnar Elsu sem ég byrjaði að lesa bókina Sjö dauðasyndir eftir doktor Guðbrand Jónsson, þar sem hann fjallar um sjö íslensk glæpamál frá fyrri öldum, en bókin kom út um miðja síðustu öld. Áhugi Guðrúnar Elsu var sprottinn af því að hún er hvorki meira né minna en komin af einni þekktustu persónunni í bókinni, Steinunni Sveinsdóttur á Sjöundá, sem var dæmd fyrir tvöfalt morð ásamt elskhuga sínum Bjarna Bjarnasyni upp úr aldamótunum 1800.
Sjöundármorðin eru sennilega frægasta málið í bókinni auk morðsins á Natani Ketilssyni, en þar er ennfremur að finna þrjú önnur morðmál og tvö blóðskammarmál. Ég heillaðist einna mest af sögu Appollóníu Schwartzkopf, en fyrsti kafli bókarinnar fjallar um hið meinta morð á henni á Bessastöðum árið 1724. Málið er allt svo átakanlegt og skrítið og nafn hinnar látnu svo hljómmikið og dularfullt að Appollónía hefur verið mér ofarlega í huga síðustu daga.
Appollónía Schwartzkopf var norsk kona og samkvæmt dr. Guðbrandi „full ástæða til þess að ætla, að hún hafi hvorki verið gömul né ófríð“. Amtmaðurinn á Íslandi, Niels Fuhrmann, hafði trúlofast henni erlendis en hætt svo við hjónabandið. Appollónía kærði hann og amtmaðurinn var í kjölfarið „dæmdur til að ganga að eiga jómfrú Schwartzkopf og greiða henni 200 ríkisdali á ári, þar til það væri fram gengið“. Guðbrandur leiðir líkum að því að Fuhrmann hafi sennilega „tælt jómfrúna til samlags við sig undir því yfirskyni, að hann mundi ganga að eiga hana“ og jafnvel barnað hana og það sé skýringin á þessum harða dómi.
Sjöundármorðin eru sennilega frægasta málið í bókinni auk morðsins á Natani Ketilssyni, en þar er ennfremur að finna þrjú önnur morðmál og tvö blóðskammarmál. Ég heillaðist einna mest af sögu Appollóníu Schwartzkopf, en fyrsti kafli bókarinnar fjallar um hið meinta morð á henni á Bessastöðum árið 1724. Málið er allt svo átakanlegt og skrítið og nafn hinnar látnu svo hljómmikið og dularfullt að Appollónía hefur verið mér ofarlega í huga síðustu daga.
Appollónía Schwartzkopf var norsk kona og samkvæmt dr. Guðbrandi „full ástæða til þess að ætla, að hún hafi hvorki verið gömul né ófríð“. Amtmaðurinn á Íslandi, Niels Fuhrmann, hafði trúlofast henni erlendis en hætt svo við hjónabandið. Appollónía kærði hann og amtmaðurinn var í kjölfarið „dæmdur til að ganga að eiga jómfrú Schwartzkopf og greiða henni 200 ríkisdali á ári, þar til það væri fram gengið“. Guðbrandur leiðir líkum að því að Fuhrmann hafi sennilega „tælt jómfrúna til samlags við sig undir því yfirskyni, að hann mundi ganga að eiga hana“ og jafnvel barnað hana og það sé skýringin á þessum harða dómi.
17. júlí 2012
Reiðhjól fyrir fiskinn?
Það kemur alltaf
nýr dagur eftir Unni Birnu Karlsdóttur kom út fyrir skömmu hjá Bjarti. Bókin
fjallar um konu sem snýr aftur á æskuslóðirnar í íslenskri sveit eftir áratuga
fjarveru í New York. Hún hafði átt erfiða bernsku, móðirin hafði yfirgefið
fjölskylduna og faðirinn var drykkfelldur og ofbeldishneigður, og stungið af
til Ameríku sem unglingur, gifst moldríkum Bandaríkjamanni og meikað það í fjármálaheiminum.
Þegar sagan hefst er hún nýskilin, eiginmaðurinn hafði yngt upp hjá sér og
farið frá henni, og faðir hennar nýdáinn. Bókin snýst svo um það hvernig hún
fótar sig eftir þetta áfall og finnur nýjar leiðir í lífinu og gerir upp við
fortíðardrauga í leiðinni.
16. júlí 2012
Sjálfsaga og sígarettur - um Kim og félaga
Ég lendi stundum í því milli bóka að lesa einhver undarlegheit. Þá er ég kannski nýbúin með bók og löngu búin að ákveða hvað ég ætla að lesa næst en á eftir að kaupa bókina eða ná í hana á safnið. Þá vil ég helst ekki byrja á neinu öðru, alla vega engu viðamiklu, en get samt alls ekki hugsað mér að fara upp í rúm með ekkert að lesa. Það er auðvitað ídealt að lesa ljóð á svona stundum en ég er ekki alltaf fær um að taka skynsamlegar ákvarðanir seint á kvöldin. Núna síðast þegar ég lenti í þessum aðstæðum nennti ég ekki einu sinni að fara niður á neðri hæðina til að leita í mínum eigin bókaskáp svo ég ráfaði inn í herbergi barnanna til að leita eftir einhverju hjá þeim og þannig æxlaðist það að ég dró fram og las Kim og félagar, fyrstu bókina í flokknum um hinn danska Kim eftir Jens K. Holm.
Ég las Kim-bækurnar þegar ég var lítil og man ekki annað en að mér hafi þótt þær mjög skemmtilegar. Ég var því dálítið forvitin að sjá hvernig áratugirnir hefðu farið með Kim og félaga hans, Eirík, Brilla og Kötu sem dvelja á norðurströnd Sjálands í sumarleyfunum sínum og rannsaka dularfulla atburði. Það sem ég tók fyrst eftir var að þau virtust hafa yngst heilan helling. Þegar ég las bækurnar á sínum tíma fannst mér Kim vera ungur maður, kannski ekki fullorðinn í merkingunni að eiga hús og börn en samt ... eiginlega alveg fullorðinn. Þegar ég las bókina núna fannst mér Kim hins vegar algjört smábarn. Það kemur hvergi fram hve gamall hann eigi að vera en ég myndi giska á að hann væri í mesta lagi svona 16 ára. Þar sem Kim er jú frystur í tíma og rúmi get ég ekki dregið aðra ályktun af þessu en að sennilega sé það ég sjálf sem hafi tekið breytingum í áranna rás.
Ég las Kim-bækurnar þegar ég var lítil og man ekki annað en að mér hafi þótt þær mjög skemmtilegar. Ég var því dálítið forvitin að sjá hvernig áratugirnir hefðu farið með Kim og félaga hans, Eirík, Brilla og Kötu sem dvelja á norðurströnd Sjálands í sumarleyfunum sínum og rannsaka dularfulla atburði. Það sem ég tók fyrst eftir var að þau virtust hafa yngst heilan helling. Þegar ég las bækurnar á sínum tíma fannst mér Kim vera ungur maður, kannski ekki fullorðinn í merkingunni að eiga hús og börn en samt ... eiginlega alveg fullorðinn. Þegar ég las bókina núna fannst mér Kim hins vegar algjört smábarn. Það kemur hvergi fram hve gamall hann eigi að vera en ég myndi giska á að hann væri í mesta lagi svona 16 ára. Þar sem Kim er jú frystur í tíma og rúmi get ég ekki dregið aðra ályktun af þessu en að sennilega sé það ég sjálf sem hafi tekið breytingum í áranna rás.
14. júlí 2012
Pabbastelpur, tálkvendi og ofurmömmur: the Guerrilla Girls kortleggja kvenstaðalímyndir
13. júlí 2012
Bókasöfn á gististöðum, 13. þáttur: Druslubókadama gerist bókasafnslögregla
Í íbúð sem ég leigði gegnum BHM á Geldingsá í Vaðlaheiði er úrval lesefnis heldur rýrt, en þó vel þess virði að um það sé fjallað hér. Fyrst ber að nefna afar áhugavert úrval gamalla tímarita:
1) Þrjú tölublöð af Frjálsri verslun frá 2009 og 2010, sem ég verð að játa að ég nennti ómögulega að lesa.
2) Eitt tölublað af hinu prýðilega riti Se og hør, nánar tiltekið 16. tölublað, 57. árgangur, sem kom út árið 1996. Á forsíðunni er sagt frá einhverjum Dönum sem ég kann ekki nánari deili á en þar kemur fram að Morten Stig sé einhleypur eftir að hafa flutt frá konunni, að Maria Hirse hafi gift sig að vori í einhverri höll og að Ole Ernst sé líka að fara að gifta sig eftir tíu ára sambúð. Svo er mynd af Friðrik krónprins og sagt að hann hafi lent í einhverju flugvéladrama og mynd af Alexöndru sem var á þessum tíma gift yngri prinsinum Jóakim (þau skildu svo víst síðar, sem ég skil vel, ekki vildi ég þurfa að vera gift prinsi), í frekar ljótri jólapeysu með hund fyrir framan sig. Sé blaðinu flett má finna umfjöllun um ýmsa Dani sem ég þekki ekkert, nema ég kannast við fyrrnefnda Alexöndru og Jóakim, Leonardo DiCaprio er sýndur í leðurfötum, Jodie Foster, Tom Hanks (með mynd af honum á sundskýlu fylgir athugasemd um holdafar hans) og Sigourney Weaver (við fáum að sjá mynd úr íbúðinni hennar) og við sjáum nærmynd af Jóhannesi Páli II páfa að kyssa beran fót. Eitthvað er svo fjallað um Friðrik krónprins og einhverja kærustu sem heitir Katja. Eftir því sem ég best veit er hann giftur annarri konu í dag þannig að líklega hefur slitnað upp úr þessu hjá þeim Kötju. Svo eru tvær myndir sem sýna aftan á lærin á Díönu Bretaprinsessu og athygli vakin á því að hún sé með appelsínuhúð. Díana þó! Hvernig gastu gert okkur þetta? Inni í miðju blaði er allsber stelpa (Se og hør-pigen) og seinni helmingur blaðsins lagður undir sjónvarpsdagskrá á hvolfi. Sem sagt er blaðið ákaflega keimlíkt því Se og hør sem ég las samviskusamlega vikulega heima hjá ömmu minni og afa, 9 ára gömul, og sjálfsagt er það eins enn í dag. Það eina sem breytist er það hver er með hverjum og hver fær mesta athygli, og svo breytist eitthvað klæðaburðurinn hjá fólkinu með tískusveiflunum.
11. júlí 2012
Bragðdauf saga um hrunið
Ólífulundurinn ‒ svikasaga (2011) er eftir Björn Valdimarsson, í léttu kiljubroti og fljótlesin. Aðalpersóna sögunnar er ung rannsóknarblaðakona, Ólína Norrdal (en bókartitillinn varð til þess að mér fannst hún ítrekað heita Ólífa), sem hefur misst vinnuna vegna tregðu sinnar til að halda kjafti um umdeild þjóðfélagsmál. Í kjölfarið berst henni dularfullt boð til Ítalíu. Ólína slær til, pakkar niður öllum þremur bikiníunum sínum og drífur sig af stað en gestgjafi hennar í Toskana reynist vera Birgir Vilhjálmsson, myndarlegur maður á miðjum aldri sem lifir þar einsetulífi í vellystingum. Kemur á daginn að hann óttast um öryggi sitt og vill segja blaðakonunni sögu sína ‒ „gera játningu“ ‒ á meðan tími gefst. Á sama tíma fylgjumst við með íslenskum smákrimma ferðast með Norrænu suður á bóginn í óljósum en klárlega vafasömum tilgangi, og verður þess auðvitað skammt að bíða að þræðirnir tveir sameinist í einhverskonar uppgjöri. Þriðji þráðurinn fer svo fram uppi á Íslandi, en dularfull leyniskytta sem telur sig hafa hrunharma að hefna hefur tekið lögin í eigin hendur.
6. júlí 2012
Íslenska elskhuga með í ferðalagið!
Uppáhaldskápumyndin okkar. |
K.Svava: Um daginn bárust fréttir af blaðakonu sem hygðist safna kynlífsfantasíum nafnlausra íslenskra kvenna og gefa út á bók, og okkur varð báðum hugsað til Íslenskra elskhuga þegar við lásum þessar fréttir. En þrátt fyrir titilinn einblínir Jóhanna Sveinsdóttir í Íslenskum elskhugum ekki bara á kynlíf karlanna átján sem hún tekur viðtöl við, heldur spyr hún þá út í líf þeirra almennt, tilfinningar og mannleg samskipti. Það góða við bókina er kannski einmitt að hún setur ástalíf karlanna í samhengi við líf þeirra og viðhorf, eitthvað sem gæti líka gert bók um fantasíur áhugaverða – hver eru tengsl fantasíunnar og raunveruleikans?
G.Elsa: Já, þetta viðtalsform er svo ágætt vegna þess að Jóhanna leggur sig fram um að tengja saman og spyrja frekar, fá karlana til að skýra betur afstöðu sína eða tilfinningar. Hún er greinilega í hlutverki blaðamannsins; þótt maður verði sjálfur stundum pirraður út í karlana fyrir viðhorf þeirra er hún alltaf mjög sanngjörn og dæmir þá ekki. Svo er líka skemmtilegt að hún spyr þá alltaf út í áhrif jafnréttisbaráttunnar á þá og tengir þannig upplifanir þeirra af sjálfum sér og öðrum við hugmyndir um kynhlutverk. Flestir lýsa þeir sig jákvæða í garð kvenréttindabaráttunnar en oft kemur ýmislegt mótsagnakennt fram í máli þeirra og ýmis íhaldssöm viðhorf til kynjanna. Svo finnst mér ógeðslega fyndið þegar einhverjir tala aðallega um það hvað kvenréttindakonur séu góðar í rúminu, eins og það sé það besta við þær.
4. júlí 2012
Morð framið, kertastjökum stolið, stelpu rænt, eiturlyfjum smyglað
Það væri Stellu líkt að taka sér frí frá átökunum við undirheimana til að draga þessa á tálar. Eða eins og hún lýsir tveimur kynæsandi lögregluþjónum: „Tveir gómsætir svartfuglar. Eggjandi samloka.“ |
Það er líka eitthvað skrítið við þessar bækur. Það er stundum eins og höfundinum sé ekki full alvara með þeim, eins og þetta sé bara eitthvað flipp – en hver nennir að teygja svona flipp í fimmtán ár og skrifa sjö heilar bækur út á það? (Sem hafa sumar hverjar meira að segja verið þýddar og gefnar út erlendis.) Það er greinilega enginn auli sem heldur á pennanum, bækurnar eru ekki heimskulegar á sama hátt og til dæmis reyfararnir eftir bestu vinkonu druslubókakvenna, Camillu Läckberg, þar sem höfundurinn er annað hvort ekki nógu skýr í kollinum sjálfur til að koma frá sér trúverðugri sögu eða heldur að lesendurnir séu of vitlausir til að gera sér grein fyrir metnaðarleysinu. Stella sver sig í ætt við harðsoðna bandaríska reyfara og er augljóslega tilraun til að hrista svolítið upp í klisjum hefðarinnar, en oftar en ekki er þessi leikur með klisjurnar svo yfirborðskenndur og asnalegur að maður fær á tilfinninguna að það hljóti að vera um einhvers konar tvöfalda íróníu að ræða. Stíllinn á til dæmis að vera í anda hins harðsoðna; stuttar, skornar, beinskeyttar setningar:
„Nú þegar fertugsdómurinn bíður mín. Á miðju sumri. Eftir aðeins örfáa mánuði. Eins og ískalt, óumflýjanlegt svarthol.“
en minnir mig eiginlega meira á þann tilgerðarlega ritstíl sem Eyja Margrét gerði nokkur skil hér.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)