31. október 2011

Bókaverslun E. P. Briem

Í gær rakst ég á þessa auglýsingu í tímaritinu Fálkanum frá 1931, en þá var nýbúið að opna Bókaverslun Eggerts P. Briem, sem var rekin í Austurstræti í nokkur ár. Þetta hefur greinilega ekki verið nein minniháttar verslun. Eins og stendur í auglýsingunni fengust þarna íslenskar og erlendar bækur, blöð og tímarit og því er heitið að útvega hverja þá bók sem ekki er til. Ef einhver veit hvort og hvar hægt sé að nálgast fleiri myndir úr þessari búð þá yrðu upplýsingar vel þegnar.

Engin ummæli: