Nípukotsætt |
Markaðsdeild Druslubóka og doðranta er það ljúft og skylt að tilkynna að nýkomin er út bókin Nípukotsætt, en þar eru raktar ættir Húnvetninganna Jóns Þórðarsonar f.1775 á Fossi í Hrútafirði og Guðrúnar Jónsdóttur f. 1779 á Ytri-Löngumýri í Blöndudal. Jón og Guðrún giftu sig 13. júlí 1800 og hófu búskap í Nípukoti í Víðidal ári síðar. Þau eignuðust þrettán börn og er mikill fjöldi afkomenda frá þeim kominn.
Guðrún Hafsteinsdóttir tók bókina saman en hún er einnig höfundur Jóelsættar, sem kom út í tveim bindum fyrir nokkrum árum. Nípukotsætt er 419 blaðsíðna harðspjaldabók með mörgum ljósmyndum. Hún er prentuð í Odda og kostar 7500 krónur ásamt sendingarkostnaði (einnig geta menn nálgast eintök í Reykjavík og Mosfellsbæ). Þeir sem hafa áhuga á að kaupa Nípukotsætt sendi póst á netfangið thordisg@gmail.com. Bókin er ekki seld í bókabúðum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli