14. október 2011

Upphefðin að utan

Frá íslenska skálanum í Frankfurt
Bókamessan í Frankfurt stendur nú sem hæst og öll forlög í Reykjavík galtóm af starfsfólki (ég athugaði það sko). Það virðist ríkja almenn ánægja með framlag okkar Mörlendinga - og sannarlega lítur skálinn kósí út á myndum; hér er umfjöllun El País um Ísland á bókamessunni og hér raðar Süddeutsche Zeitung einum miðaldabókmenntum, átta körlum og einni rómantískri konu á topp tíu lista.

Svo má benda á að Eiríkur Örn Norðdahl heldur uppi stöðugum bókamessuskætingi á þessu bloggi.

En grænu bólurnar sem ég fæ af því að sjá forsetag****ð vaða þarna uppi...my oh my.

4 ummæli:

Salka Guðmundsdóttir sagði...

Það fer ógurlega í taugarnar á mér að ÓRG + Dorrit séu þarna bara ýkt hress að taka bókmenntaútgáfuna af útrásarjarminu. Og að útgefendur, höfundar + aðrir segi ekki neitt við því. Hvar er uppreisnarandi hins íslenska listamanns? Svo ekki sé talað um sjálfsvirðinguna? Fussumsvei!

Süddeutsche Zeitung fær mínusstig í kladdann fyrir óþekkjanlega karllæga birtingarmynd af íslenskum bókmenntum. Líka vonbrigði vegna þess að mér sýnist á öllu sem kynning íslensku maskínunnar á messunni sé alls ekki svona einsleit heldur sé bæði kven- og karlrithöfundum hampað.

Erna Erlingsdóttir sagði...

Innilega sammála Sölku.

Þórdís Gísladóttir sagði...

Bingó!

Nafnlaus sagði...

Þessi forsetahjón og nærvera þeirra verða farsakenndari með hverjum deginum sem líður... Nú er ég dálítið upptekin af því þessa dagana að finna annað Kiljupar í staðinn fyrir þetta sem er yfirlýst "dautt" - hvað með bara Ólaf og Dorrit?

-kst