17. október 2011

Það er svo gaman að hnýsast....


Það getur verið ótrúlega spennandi að lesa eitthvað sem manni er ekki ætlað, dagbækur og bréf annarra, minnismiða, verkefnalista, glósur, spássíukrot og þar fram eftir götunum. Nú er hægt að komast yfir slíkt efni með auðveldum hætti.

Hér er t.d. skemmtilegt veftímarit sem birtir allskonar bréfsnifsi sem fundist hafa hér og þar. Davy Rothbart stofnaði Found Magazine, hann fékk hugmyndina þegar hann fann miða sem hafði verið settur á bílrúðuna hjá honum fyrir mistök. Hann sýndi vinum sínum miðann og þeir sögðu honum frá allskonar bréfsnifsum sem þeir höfðu fundið í gegnum tíðina og smám saman fór hann að safna svona miðum, myndum, ýmsu efni sem fannst fyrir tilviljun (Síðan liggur niðri þegar þetta er skrifað, annars þannig að ég get ekki birt skemmtileg dæmi, þið verðið bara að fletta og skoða....).

Hér er svo hin ágæta síða Letters of note en þar eru birt allskonar bréf, bæði frá frægum og ófrægum sem enginn nema sá sem bréfið er stílað á átti væntanlega að sjá. Hér er til dæmis skemmtilegt bréf frá Herra Asuquo Okon Inyang, fyrrverandi starfsmanni breska sendiráðsins í Kalabar í Nígeríu en hann er síður en svo ánægður með að hafa misst vinnu sína þar. Hér er svo bréf, skrifað til Coca Cola verksmiðjunnar í fyrri heimstyrjöldinni þar sem kvartað er yfir kók skorti í MacArthur kampi.

Hér eru svo fínir This American Life þættir:

Í þessum koma hlustendur og lesa upp úr eigin bréfum. Hér eru frásagnir fólks sem las bréf annarra með ófyrirséðum afleiðingum.

1 ummæli:

Kristín Svava sagði...

Ef ég væri ennþá á póstinum gæfi það færi á skemmtilegum sérdálki á Druslubókasíðunni!